Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnir þetta á Facebook og hvetur fólk til að fara varlega í veðrinu. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki sé mælst með því að fólk sé á ferðalagi þegar versta veðrið ríður yfir.
Fólk sé alls ekki hvatt ti að vera á ferðinni á vegum landsins með aftaní vagna en vindhviður geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúnda þar sem verst verður.
Jafnframt er búist við mikilli úrkomu auk hvassviðris og fólk beðið að gæta að lausamunum útivið áður en veðrið skellur á.