Það sem afar mínir kenndu mér um völd Gísli Rafn Ólafsson skrifar 13. september 2021 09:31 Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns. Þessi fleyga setning lýsir vel því hversu mikilvæg gildi eru í stjórnmálum. Annað hvort er fólk tilbúið til þess að fórna öllu fyrir frama, völd og flokkinn sinn eða að það stendur með sjálfu sér og hugsjónum sínum. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel báðum öfum mínum, en þeir voru stjórnmálamenn á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs, Axel Jónsson og Einar Olgeirsson. Axel var gallharður Sjálfstæðismaður og Einar einn af helstu forkólfum sósíalista. Mörg af þeim gildum sem ég hef byggt mitt líf á get ég rakið til þeirra. Gildin um að vinna þvert á fylkingar og fá fólk til þess að vinna saman að mikilvægum markmiðum er nokkuð sem Axel afi kenndi mér. Gildin um jöfnuð og spillingu valdsins er nokkuð sem Einar afi kenndi mér. Einar og völdin Þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi kommúnista og síðar sósíalista á síðustu öld, þá sóttist Einar ekki eftir persónulegum völdum. Sem annar helstu höfunda nýsköpunarstjórnarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldar kom það mörgum á óvart að hann sóttist ekki eftir ráðherrasæti. Í spjalli mínu við hann á síðustu árum ævi hans, sagði hann mér ástæðuna. Hann talaði um hvernig hinir ýmsu leiðtogar kommúnista og síðar sósíalista gleymdu hugsjónunum um betri heim um leið og þeir fengu völd og titla. Eins og hann orðaði það „í Sovétríkjunum og flestum löndum Austur-Evrópu hefur ekki verið kommúnismi eða sósíalismi í áratugi, þau urðu öll valdagráðugum einræðisherrum að bráð.“ Það er nefnilega ótrúlegt hversu auðvelt það virðist vera fyrir stjórnmálafólk að gleyma gildunum sínum. Eitt nýlegasta dæmið er hvernig Vinstri-Græn hafa sveigt gildi sín, einungis til þess að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið og fá forsætisráðherrastólinn aftur. Slagorð flokksins í ár sýnir vel hvað völdin skipta VG miklu máli: Það skiptir máli hver stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lítið skárri og hljómar nú eins og jafnaðarmannaflokkur í aðdraganda kosninga. Framsókn segist nú allt í einu ætla að fjárfesta í fólki, þegar efnahagslegu viðbrögð flokksins við faraldrinum segja allt aðra sögu. Við erum þegar farin að sjá hvernig flokkar eru að afmá sterk gildi sín í leit að atkvæðum - ýmist til að fegra sig eða búa til sérstöðu sem er ekki til staðar - til þess eins að allt falli í sama farið aftur eftir kosningar. Gildin skipta máli Sem kjósandi er erfitt að átta sig á því hvaða stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum er hægt að treysta til þess að standa við gildi sín nú á næstu vikum. Eru gildi eins og mannúð, jöfnuður, borgararéttindi og einstaklingsfrelsi eitthvað sem þú leggur áherslu á? Eru nýsköpun, loftslagsmál, ný stjórnarskrá og bætt útlendingastefna mál sem brenna á þér? Viltu að við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk og drögum úr skerðingum til aldraðra og öryrkja? Viltu gjaldfrjálst, öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem stenst kröfur framtíðarinnar? Allt eru þetta atriði sem flokkar hafa mismunandi skoðanir og lausnir á. Mér er ljúft og skylt að benda á að Píratar eru fylgjandi öllu í ofantaldri upptalningu. En mikilvægast er, hvort að stjórnmálafólkið sem skipar þá flokka eru með gildi sem samræmast þessum skoðunum og eru tilbúin að berjast fyrir þeim, óháð því hvort þau séu við völd eða ekki. Kjóstu fólk sem þú treystir til þess að standa fyrir sín gildi, í stað þess að selja þau í skiptum fyrir völd.Ef þú vilt kynna þér grunngildi Pírata, sem við hvikum ekki frá, þá má nálgast þau hér. Að sama skapi má finna kosningastefnuna okkar, sem hvílir á sömu grunngildum, með því að smella hérna. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns. Þessi fleyga setning lýsir vel því hversu mikilvæg gildi eru í stjórnmálum. Annað hvort er fólk tilbúið til þess að fórna öllu fyrir frama, völd og flokkinn sinn eða að það stendur með sjálfu sér og hugsjónum sínum. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel báðum öfum mínum, en þeir voru stjórnmálamenn á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs, Axel Jónsson og Einar Olgeirsson. Axel var gallharður Sjálfstæðismaður og Einar einn af helstu forkólfum sósíalista. Mörg af þeim gildum sem ég hef byggt mitt líf á get ég rakið til þeirra. Gildin um að vinna þvert á fylkingar og fá fólk til þess að vinna saman að mikilvægum markmiðum er nokkuð sem Axel afi kenndi mér. Gildin um jöfnuð og spillingu valdsins er nokkuð sem Einar afi kenndi mér. Einar og völdin Þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi kommúnista og síðar sósíalista á síðustu öld, þá sóttist Einar ekki eftir persónulegum völdum. Sem annar helstu höfunda nýsköpunarstjórnarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldar kom það mörgum á óvart að hann sóttist ekki eftir ráðherrasæti. Í spjalli mínu við hann á síðustu árum ævi hans, sagði hann mér ástæðuna. Hann talaði um hvernig hinir ýmsu leiðtogar kommúnista og síðar sósíalista gleymdu hugsjónunum um betri heim um leið og þeir fengu völd og titla. Eins og hann orðaði það „í Sovétríkjunum og flestum löndum Austur-Evrópu hefur ekki verið kommúnismi eða sósíalismi í áratugi, þau urðu öll valdagráðugum einræðisherrum að bráð.“ Það er nefnilega ótrúlegt hversu auðvelt það virðist vera fyrir stjórnmálafólk að gleyma gildunum sínum. Eitt nýlegasta dæmið er hvernig Vinstri-Græn hafa sveigt gildi sín, einungis til þess að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið og fá forsætisráðherrastólinn aftur. Slagorð flokksins í ár sýnir vel hvað völdin skipta VG miklu máli: Það skiptir máli hver stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lítið skárri og hljómar nú eins og jafnaðarmannaflokkur í aðdraganda kosninga. Framsókn segist nú allt í einu ætla að fjárfesta í fólki, þegar efnahagslegu viðbrögð flokksins við faraldrinum segja allt aðra sögu. Við erum þegar farin að sjá hvernig flokkar eru að afmá sterk gildi sín í leit að atkvæðum - ýmist til að fegra sig eða búa til sérstöðu sem er ekki til staðar - til þess eins að allt falli í sama farið aftur eftir kosningar. Gildin skipta máli Sem kjósandi er erfitt að átta sig á því hvaða stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum er hægt að treysta til þess að standa við gildi sín nú á næstu vikum. Eru gildi eins og mannúð, jöfnuður, borgararéttindi og einstaklingsfrelsi eitthvað sem þú leggur áherslu á? Eru nýsköpun, loftslagsmál, ný stjórnarskrá og bætt útlendingastefna mál sem brenna á þér? Viltu að við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk og drögum úr skerðingum til aldraðra og öryrkja? Viltu gjaldfrjálst, öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem stenst kröfur framtíðarinnar? Allt eru þetta atriði sem flokkar hafa mismunandi skoðanir og lausnir á. Mér er ljúft og skylt að benda á að Píratar eru fylgjandi öllu í ofantaldri upptalningu. En mikilvægast er, hvort að stjórnmálafólkið sem skipar þá flokka eru með gildi sem samræmast þessum skoðunum og eru tilbúin að berjast fyrir þeim, óháð því hvort þau séu við völd eða ekki. Kjóstu fólk sem þú treystir til þess að standa fyrir sín gildi, í stað þess að selja þau í skiptum fyrir völd.Ef þú vilt kynna þér grunngildi Pírata, sem við hvikum ekki frá, þá má nálgast þau hér. Að sama skapi má finna kosningastefnuna okkar, sem hvílir á sömu grunngildum, með því að smella hérna. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun