Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 09:01 Lewis Hamilton hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en á þessari mynd má sjá hversu litlu munaði þegar hann lenti undir bíl Max Verstappen. EPA-EFE/LARS BARON Formúlukappinn Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn meðal okkar eftir árekstur bíla hans og aðalkeppinautarins Max Verstappen í formúlu eitt kappakstrinum á Monza brautinni um helgina. Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag. Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag.
Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira