Tíu ára fangelsi fyrir að sprauta ókunnuga konu með sæði Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 23:30 Thomas Stemen elti tvær konur áður en hann stak Katie Peters. Getty Thomas Stemen var í síðustu viku dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á konu í matvöruverslun í fyrra og sprauta sæði í hana. Stemen stakk Katie Peters í rassinn með sprautu sem innihélt sæði úr honum og sprautaði í hana. Hún sló til hans og spurði hvort hann hefði brennt hana með sígarettu. Eftir það keyrði hún á brott en byrjaði fljótt að finna mikið til í sárinu. Það var ekki fyrr en hún var komin heim að hún fann stungusár á sér og vökva á buxunum sem hún leitaði til lögreglunnar í Churchton í Maryland, samkvæmt frétt Washington post. Upptökur úr öryggismyndavélum í versluninni sýndu svo hvernig Stemen réðst á hana en sýndu einnig að hann hafði áður elt og reynt að stinga tvær aðrar konur, þar af eina sautján ára gamla, en án árangurs. Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél þegar Stemen réðst á Peters. Lögregluþjónar notuðu þessa upptöku til að finna Stemen. Í bíl hans fannst sprauta með óþekktum „skýjuðum vökva“. Önnur sprauta með vökva fannst upp á skáp inn á baðherbergi og níu tómar fundust víðsvegar á heimilinu. Sprauturnar voru sendar í rannsókn og leiddi hún í ljós að erfðaefni Stemen voru í vökvanum. Peters sagði í viðtali við héraðsmiðilinn Fox 5 eftir árásina að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hefði verið í sprautunni. Það hefði þess vegna getað verið rottueitur eða Stemen hefði reynt að smita hana af HIV. Hún leitaði þó fljótt til læknis og fékk lyfjablöndu sem átti að hjálpa henni að koma í veg fyrir sýkingu. Hér má sjá viðtal við Katie Peters í kjölfar árásarinnar í fyrra. Eins og áður segir var Stemen dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Honum var einnig gert að fara í meðferð og gangast geðrannsókn að fangelsisvist hans lokinni, samkvæmt frétt CBS í Baltimore. Anne Colt Leitless, ríkissaksóknari Maryland, segir árás Stemen hafa verið mjög ógnvænlega. Hann hafi markvisst ætlað sér að skaða grunlausar konur. Í yfirlýsingu sem hún birti segir hún að Stemen verði fjarlægður úr samfélaginu í langan tíma og þakkar þeim sem báru kennsl á hann í fyrra. Bandaríkin Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Sixtísku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Hún sló til hans og spurði hvort hann hefði brennt hana með sígarettu. Eftir það keyrði hún á brott en byrjaði fljótt að finna mikið til í sárinu. Það var ekki fyrr en hún var komin heim að hún fann stungusár á sér og vökva á buxunum sem hún leitaði til lögreglunnar í Churchton í Maryland, samkvæmt frétt Washington post. Upptökur úr öryggismyndavélum í versluninni sýndu svo hvernig Stemen réðst á hana en sýndu einnig að hann hafði áður elt og reynt að stinga tvær aðrar konur, þar af eina sautján ára gamla, en án árangurs. Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél þegar Stemen réðst á Peters. Lögregluþjónar notuðu þessa upptöku til að finna Stemen. Í bíl hans fannst sprauta með óþekktum „skýjuðum vökva“. Önnur sprauta með vökva fannst upp á skáp inn á baðherbergi og níu tómar fundust víðsvegar á heimilinu. Sprauturnar voru sendar í rannsókn og leiddi hún í ljós að erfðaefni Stemen voru í vökvanum. Peters sagði í viðtali við héraðsmiðilinn Fox 5 eftir árásina að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hefði verið í sprautunni. Það hefði þess vegna getað verið rottueitur eða Stemen hefði reynt að smita hana af HIV. Hún leitaði þó fljótt til læknis og fékk lyfjablöndu sem átti að hjálpa henni að koma í veg fyrir sýkingu. Hér má sjá viðtal við Katie Peters í kjölfar árásarinnar í fyrra. Eins og áður segir var Stemen dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Honum var einnig gert að fara í meðferð og gangast geðrannsókn að fangelsisvist hans lokinni, samkvæmt frétt CBS í Baltimore. Anne Colt Leitless, ríkissaksóknari Maryland, segir árás Stemen hafa verið mjög ógnvænlega. Hann hafi markvisst ætlað sér að skaða grunlausar konur. Í yfirlýsingu sem hún birti segir hún að Stemen verði fjarlægður úr samfélaginu í langan tíma og þakkar þeim sem báru kennsl á hann í fyrra.
Bandaríkin Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Sixtísku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira