Eftir að Burnley komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki Ben Mee eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar skoraði Everton þrívegis á sex mínútna kafla og vann leikinn 3-1. Burnley er því enn í leit að fyrsta sigrinum sínum á þessari leiktíð.
„Við brugðumst ekki við jöfnunarmarkinu þeirra og það drap frammistöðu okkar í kvöld. Það var samt margt gott í leiknum,“ sagði Dyche í viðtali að leik loknum.
„Frammistöðurnar eru ekki langt frá því sem við viljum sjá en munurinn er lítill. Við erum að spila vel sem lið en við getum ekki verið slakir í tíu mínútur gegn Brighton & Hove Albion og svo í sex mínútur hér í kvöld. Við vorum að bíða eftir að þeir myndu skora.“
„Mér líður eins og leikurinn sé á góðum stað í dag. Ég held að leikurinn sé að komast aftur á góðan stað hvað varðar líkamleg átök,“ sagði Dyche að endingu.