Hvernig getum við bætt íslenskan sjávarútveg? Georg Eiður Arnarson skrifar 14. september 2021 09:31 Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar