Þú þarft víst barnabætur! Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. september 2021 10:01 Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Börn og uppeldi Vinnumarkaður Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun