Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2021 15:01 Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi Gunnarsson, foreldrar Heklu Lindar. Vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna þann 9. apríl 2019. Foreldrarnir kvörtuðu til umboðsmanns þar sem þau gerðu meðal annars athugasemdir við niðurstöðu ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna andlátsins. Þau ákváðu að höfða skaðabótamál og óskuðu eftir að umboðsmaður nýtti heimild sína til að leggja til að þeim yrði veitt gjafsókn. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna vorið 2019. Ítarlega var fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Vísi í fyrra. Umboðsmaður tók málið fyrir og segir í niðurstöðu sinni að rétturinn til lífs og mannhelgi njóti verndar samkvæmt íslenskum stjórnlögum og alþjóðasamningum um mannréttindi. Af því leiðii að gera verði ríkar kröfur til þeirrar valdbeitingar sem talin er nauðsynleg við framkvæmd handtöku og þá því frekar þegar handtaka leiði til líkamstjóns eða dauða. „Af réttinum til lífs leiðir einnig að tryggja ber að andlát sé upplýst með viðhlítandi hætti, s.s. opinberri rannsókn, og fyrir hendi séu úrræði til að þeir sem bera ábyrgð á andláti séu látnir sæta henni með einum eða öðrum hætti, þar á meðal með einkaréttarlegum úrræðum,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns. Hekla Lind var með margþætta áverka eftir átökin samkvæmt krufningaskýrslu.grafík/hafsteinn Umboðsmaður telur ljóst að rannsókn á andlátinu lúti að mikilvægum hagsmunum foreldranna og að við þær aðstæður sem uppi eru sé eðlilegt að dómstólar leysi úr mögulegum ágreiningi í málinu. „Í ljósi laga, reglna og allra málavaxta, og þar sem umboðsmaður taldi ekki hægt að ganga út frá því að þau ættu óskilyrtan rétt til gjafsóknar á grundvelli laga um meðferð sakamála eða annarra laga, lagði hann til við dómsmálaráðherra að þeim yrði veitt gjafsókn í málinu. Í því fælist ekki nein afstaða til atvika málsins eða lagaatriða að öðru leyti en því að þau vafaatriði sem uppi væru, væru þess eðlis að rétt væri að foreldrarnir fengju óhindrað leyst úr þeim fyrir dómstólum sér að skaðlausu.“ Umfjöllun Kompás má sjá í heild að neðan. Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Tengdar fréttir Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. 8. febrúar 2020 14:35 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna þann 9. apríl 2019. Foreldrarnir kvörtuðu til umboðsmanns þar sem þau gerðu meðal annars athugasemdir við niðurstöðu ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna andlátsins. Þau ákváðu að höfða skaðabótamál og óskuðu eftir að umboðsmaður nýtti heimild sína til að leggja til að þeim yrði veitt gjafsókn. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna vorið 2019. Ítarlega var fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Vísi í fyrra. Umboðsmaður tók málið fyrir og segir í niðurstöðu sinni að rétturinn til lífs og mannhelgi njóti verndar samkvæmt íslenskum stjórnlögum og alþjóðasamningum um mannréttindi. Af því leiðii að gera verði ríkar kröfur til þeirrar valdbeitingar sem talin er nauðsynleg við framkvæmd handtöku og þá því frekar þegar handtaka leiði til líkamstjóns eða dauða. „Af réttinum til lífs leiðir einnig að tryggja ber að andlát sé upplýst með viðhlítandi hætti, s.s. opinberri rannsókn, og fyrir hendi séu úrræði til að þeir sem bera ábyrgð á andláti séu látnir sæta henni með einum eða öðrum hætti, þar á meðal með einkaréttarlegum úrræðum,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns. Hekla Lind var með margþætta áverka eftir átökin samkvæmt krufningaskýrslu.grafík/hafsteinn Umboðsmaður telur ljóst að rannsókn á andlátinu lúti að mikilvægum hagsmunum foreldranna og að við þær aðstæður sem uppi eru sé eðlilegt að dómstólar leysi úr mögulegum ágreiningi í málinu. „Í ljósi laga, reglna og allra málavaxta, og þar sem umboðsmaður taldi ekki hægt að ganga út frá því að þau ættu óskilyrtan rétt til gjafsóknar á grundvelli laga um meðferð sakamála eða annarra laga, lagði hann til við dómsmálaráðherra að þeim yrði veitt gjafsókn í málinu. Í því fælist ekki nein afstaða til atvika málsins eða lagaatriða að öðru leyti en því að þau vafaatriði sem uppi væru, væru þess eðlis að rétt væri að foreldrarnir fengju óhindrað leyst úr þeim fyrir dómstólum sér að skaðlausu.“ Umfjöllun Kompás má sjá í heild að neðan.
Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Tengdar fréttir Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. 8. febrúar 2020 14:35 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. 8. febrúar 2020 14:35
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00