Að læra að kenna Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín H. Hinriksdóttir skrifa 16. september 2021 07:01 Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar