Guðdómleg hvíld fyrir foreldra: „Við getum sofið róleg“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2021 15:34 Anna María Emilsdóttir er móðir langveikrar stúlku. Ísland í dag Góðgerðarsamtökin 1881 sem hafa það markmið að styðja við málefni sem erfitt reynist að safna fyrir. Athafnamaðurinn Hálfdán Steinþórsson og Svanhildur Vigfúsdóttir fjárfestir hrundu af stað verkefninu Gefðu fimmu út frá 1881, en markmiðið er að forstjórar, fyrirtæki og aðrir skori á hvert annað að gera vel og hjálpa. „Hér eru góðgerðarsamtök sem heita 1881 sem leiðir svo af sér verkefnið Gefðu fimmu,“ segir Hálfdán. Svanhildur vildi stofna góðgerðarsamtök og leitaði til Hálfdáns. Hún, eins og aðrir fjárfestar og stórfyrirtæki, fær reglulega beiðnir um alls konar styrki. Þó svo að vel sé oft veitt er oft erfitt að sjá í hvað peningarnir fara. Svanhildi fannst því ráð að fara aðra leið og stofna góðgerðarsamtök að erlendri fyrirmynd, þar sem margir koma að og leggjast á eitt. „Mér fannst þetta óttalega máttlaust stundum. Þegar ég ein var að styrkja eitthvað og það varð að einhverju og svo þurfti aftur eitthvað örfáum mánuðum síðar,“ segir Svanhildur. Hún vildi gera eitthvað aðeins meira úr söfnunum og þetta varð útkoman. Um er að ræða velgjörðarfélag sem vil stuðla að auknu jafnrétti og jöfnum tækifærum, þá sérstaklega barna, óháð fjárhæð og félagslegum bakgrunni. Félagið er óhagnaðardrifið og ágóðanum öllum úthlutað til verkefna, einstaklinga eða hópa. Fyrsta úthlutun sjósins mun renna til Rjóðurs, hjúkrunar, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Svanhildur Vigfúsdóttir og Hálfdán Steinþórsson.Ísland í dag Guðdómleg hvíld fyrir foreldra Sindri Sindrason kynnti sér verkefnið betur og ræddi meðal annars við foreldra. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Án Rjóðsins hefðum við ekki getað sinnt hinu barninu okkar og þó svo erfitt sé að senda langveikt barn frá sér tímabundið, hefur þetta bjargað okkur,“ segir Anna María Emilsdóttir. Hún hefur nýtt sér þjónustu Rjóðursins fyrir dóttur sína frá níu mánaða aldri. „Hún fæðist heilbrigð og átta klukkustunda gömul fær hún sinn fyrsta stóra krampa og leggst inn á Vökudeild. Í ellefu ár vorum við alltaf í rannsóknum að leita að því hvað væri að. Hún er greind með genagalla sem heitir SLC13A5 og er mjög sjaldgæfur.“ Anna María segir að Rjóðrið hafi verið guðdómleg hvíld fyrir foreldrana og systkini stúlkunnar. Stúlkan fer í Rjóðrið í eina viku í mánuði. „Við getum sofið róleg.“ Hjálparstarf Góðverk Tengdar fréttir Bríet heldur tónleika í Sky lagoon til styrktar langveikum börnum Bríet, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur halda einstaka tónleika þann 7. september í Sky Lagoon. Markmið tónleikanna er að safna í nýstofnaðan sjóð sem nefnist Fjársjóður barna. 1. september 2021 09:55 Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira
„Hér eru góðgerðarsamtök sem heita 1881 sem leiðir svo af sér verkefnið Gefðu fimmu,“ segir Hálfdán. Svanhildur vildi stofna góðgerðarsamtök og leitaði til Hálfdáns. Hún, eins og aðrir fjárfestar og stórfyrirtæki, fær reglulega beiðnir um alls konar styrki. Þó svo að vel sé oft veitt er oft erfitt að sjá í hvað peningarnir fara. Svanhildi fannst því ráð að fara aðra leið og stofna góðgerðarsamtök að erlendri fyrirmynd, þar sem margir koma að og leggjast á eitt. „Mér fannst þetta óttalega máttlaust stundum. Þegar ég ein var að styrkja eitthvað og það varð að einhverju og svo þurfti aftur eitthvað örfáum mánuðum síðar,“ segir Svanhildur. Hún vildi gera eitthvað aðeins meira úr söfnunum og þetta varð útkoman. Um er að ræða velgjörðarfélag sem vil stuðla að auknu jafnrétti og jöfnum tækifærum, þá sérstaklega barna, óháð fjárhæð og félagslegum bakgrunni. Félagið er óhagnaðardrifið og ágóðanum öllum úthlutað til verkefna, einstaklinga eða hópa. Fyrsta úthlutun sjósins mun renna til Rjóðurs, hjúkrunar, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Svanhildur Vigfúsdóttir og Hálfdán Steinþórsson.Ísland í dag Guðdómleg hvíld fyrir foreldra Sindri Sindrason kynnti sér verkefnið betur og ræddi meðal annars við foreldra. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Án Rjóðsins hefðum við ekki getað sinnt hinu barninu okkar og þó svo erfitt sé að senda langveikt barn frá sér tímabundið, hefur þetta bjargað okkur,“ segir Anna María Emilsdóttir. Hún hefur nýtt sér þjónustu Rjóðursins fyrir dóttur sína frá níu mánaða aldri. „Hún fæðist heilbrigð og átta klukkustunda gömul fær hún sinn fyrsta stóra krampa og leggst inn á Vökudeild. Í ellefu ár vorum við alltaf í rannsóknum að leita að því hvað væri að. Hún er greind með genagalla sem heitir SLC13A5 og er mjög sjaldgæfur.“ Anna María segir að Rjóðrið hafi verið guðdómleg hvíld fyrir foreldrana og systkini stúlkunnar. Stúlkan fer í Rjóðrið í eina viku í mánuði. „Við getum sofið róleg.“
Hjálparstarf Góðverk Tengdar fréttir Bríet heldur tónleika í Sky lagoon til styrktar langveikum börnum Bríet, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur halda einstaka tónleika þann 7. september í Sky Lagoon. Markmið tónleikanna er að safna í nýstofnaðan sjóð sem nefnist Fjársjóður barna. 1. september 2021 09:55 Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira
Bríet heldur tónleika í Sky lagoon til styrktar langveikum börnum Bríet, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur halda einstaka tónleika þann 7. september í Sky Lagoon. Markmið tónleikanna er að safna í nýstofnaðan sjóð sem nefnist Fjársjóður barna. 1. september 2021 09:55
Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00