Virginia hefur sinnt gildrunum sínum í yfir níu áratugi, frá því að hún var einungis átta ára gömul, og hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein alveg strax. Hún hefur þó áhuga á stöðu humarstofnsins sem hún segir líða fyrir mikla sjósókn á svæðinu.
„Ég hef stundað þetta allt mitt líf og fer ekki að hætta núna,“ segir frúin í samtali við fréttastofu AP.
Humarbransinn hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan Virginia steig fyrst á skipsfjöl. Humar var lengi álitinn verkamannamatur, en er núna mikill munaður, og gildrurnar í dag eru gerðar úr vírneti, en áður voru þær úr tré.
Þrátt fyrir að hafa lifað og hrærst í humrinum allt sitt líf segist hún enn kunna að meta góða humarmáltíð og ætlar að halda áfram að róa á meðan hún getur.