Fyrsta tap Everton kom gegn Aston Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2021 18:25 Leon Bailey fagnar marki sínu í dag. Marc Atkins/Getty Images Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Aston Villa og Everton. Fór það svo að Villa vann öruggan 3-0 sigur en fyrir leikinn hafði Everton ekki tapað undir stjórn Rafa Benitez. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það hægri bakvörðurinn Matty Cash – sem gæti bráðum leikið fyrir pólska landsliðið – sem kom Aston Villa yfir með góðu skoti eftir að hafa óvænt verið mættur inn í vítateig Everton. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Lucas Digne setti hornspyrnu Leon Bailey óvart í eigið net. Bailey gulltryggði svo sigur Aston Villa með frábæru marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsta tap Everton á leiktíðinni þar með komið í hús. Með sigrinum fer Villa upp í 10. sæti með sjö stig á meðan Everton er í 5. sæti með 10 stig. Enski boltinn
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Aston Villa og Everton. Fór það svo að Villa vann öruggan 3-0 sigur en fyrir leikinn hafði Everton ekki tapað undir stjórn Rafa Benitez. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það hægri bakvörðurinn Matty Cash – sem gæti bráðum leikið fyrir pólska landsliðið – sem kom Aston Villa yfir með góðu skoti eftir að hafa óvænt verið mættur inn í vítateig Everton. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Lucas Digne setti hornspyrnu Leon Bailey óvart í eigið net. Bailey gulltryggði svo sigur Aston Villa með frábæru marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsta tap Everton á leiktíðinni þar með komið í hús. Með sigrinum fer Villa upp í 10. sæti með sjö stig á meðan Everton er í 5. sæti með 10 stig.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn