Framtíðin ræðst á forsjálni Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 18. september 2021 07:31 Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun