Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 12:09 Öryggisgirðing hefur verið reist utan um bandaríska þinghúsið, Capitol, í Washington í aðdraganda boðaðra mótmæla í dag. Óvist er hvernig mæting verður, en lögregla teflir ekki á tvær hættur eftir áhlaupið sem stuðningsfólk Donalds Trump gerði á þinghúsið í janúar síðastliðnum. Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“ Bandaríkin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“
Bandaríkin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira