Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 13:07 Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biður fólk um að virða merkingar. Vísir/Vilhelm Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira