Breiðablik getur tryggt sér titilinn í dag með smá hjálp frá KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 08:01 Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í dag og gæti farið svo að Breiðablik sé orðið Íslandsmeistari áður en það fer að myrkva um kvöldmatarleytið. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira