Að sögn lögreglu var hann í fyrstu fluttur á lögreglustöð þar sem rétt heimilisfang var fundið og honum að því loknu ekið til síns heima. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 97 mál voru skráð hjá embættinu frá klukkan 17 í gær til 5 í nótt
Lögregla skipti sér einnig af ofurölva manni í miðborg Reykjavíkur sem ætlaði að aka bifreið sinni. Vegfarendur höfðu komið í veg fyrir að maðurinn færi af stað en þegar lögregla reyndi að ræða við hann brást hann illa við og hafði í hótunum við þá. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum hótana og ástands „þar sem hann var ekki í nokkru ástandi til að vera úti á meðal fólks,“ að sögn lögreglu.
Vísað út af bráðamóttöku
Lögregla var kölluð til í hús í Vesturbænum eftir að kona brenndist þegar heit djúpsteikingafeiti skvettist á hana. Var konan flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku með brunasár.
Manni var vísað út af bráðamóttöku eftir að hann hafði verið þar til vandræða og neitað að verða við óskum starfsfólks að yfirgefa svæðið.
Kona féll á hlaupahjóli og fékk högg á höfuðið við fallið, að sögn lögreglu og var hún flutt á bráðamóttöku.
Lögregla var kölluð til eftir að 16 ára unglingur sem er sagður ofurölvi hafði dottið á höfuðið. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl.
Sex ökumenn voru stöðvaðir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur og farið var í yfir tíu hávaðaútköll.