Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 14:04 Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakka, hefur fjarlægt diplómatísku hanskana. Ap/Jens Schlueter Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum. Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02