Elías Rafn orðlaus eftir að halda hreinu á Parken og hjálpa Midtjylland á topp deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2021 18:01 Elías Rafn (t.v.) fagnar ótrúlegum sigri Midtjylland um helgina. @fcmidtjylland Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var orðlaus er hann ræddi við fjölmiðla eftir magnaðan 1-0 útisigur á FC Kaupmannahöfn er liðin mættust á Parken um helgina. Þökk sé sigri helgarinnar eru Elías Rafn og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Elías Rafn hefur fengið traustið í upphafi tímabils og virðist ætla að ríghalda í stöðuna. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið en leikur helgarinnar var eflaust hans besti til þessa. Að halda markinu hreinu gegn stórliði FCK eftir að fá rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks, og það á troðfullum Parken. Var Elías Rafn valinn maður leiksins að leik loknum. Følelserne ved slutfløjt #FCKFCM pic.twitter.com/f9GcmQwTjm— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) September 20, 2021 „Þetta var frábær frammistaða, við stóðum allir saman eftir að hafa lent manni undir á Parken. Þetta var án efa magnaðasta upplifun mín á ferlinum til þessa. Ég á engin orð til að lýsa þessu, ég er orðlaus. Stuðningsfólk okkar var frábært og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Elías Rafn í viðtali að leik loknum. „Við verðum að sjá til. Ég og Jonas Lössl vinnum náið saman og ef hann spilar styð ég við bakið á honum en meðan ég spila reikna ég með að hann styðji við bakið á mér,“ sagði markvörðurinn ungi aðspurður hvort hann væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland. Eftir að hafa verið á láni hjá FC Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíðinni er Elías Rafn mættur í úrvalsdeildina og virðist ætla að láta til sín taka í vetur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Þökk sé sigri helgarinnar eru Elías Rafn og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Elías Rafn hefur fengið traustið í upphafi tímabils og virðist ætla að ríghalda í stöðuna. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið en leikur helgarinnar var eflaust hans besti til þessa. Að halda markinu hreinu gegn stórliði FCK eftir að fá rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks, og það á troðfullum Parken. Var Elías Rafn valinn maður leiksins að leik loknum. Følelserne ved slutfløjt #FCKFCM pic.twitter.com/f9GcmQwTjm— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) September 20, 2021 „Þetta var frábær frammistaða, við stóðum allir saman eftir að hafa lent manni undir á Parken. Þetta var án efa magnaðasta upplifun mín á ferlinum til þessa. Ég á engin orð til að lýsa þessu, ég er orðlaus. Stuðningsfólk okkar var frábært og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Elías Rafn í viðtali að leik loknum. „Við verðum að sjá til. Ég og Jonas Lössl vinnum náið saman og ef hann spilar styð ég við bakið á honum en meðan ég spila reikna ég með að hann styðji við bakið á mér,“ sagði markvörðurinn ungi aðspurður hvort hann væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland. Eftir að hafa verið á láni hjá FC Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíðinni er Elías Rafn mættur í úrvalsdeildina og virðist ætla að láta til sín taka í vetur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira