Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 15:56 Frá slysstað. Mynd/RNSA Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er. Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er.
Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira