Forsendur lífskjarasamningsins brostnar og formaður VR kennir stjórnvöldum um Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 19:19 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Egill Forsendunefnd SA og ASÍ komst að þeirri niðurstöðu á fundi í dag að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar og því þurfi að samningsaðilar að endurskoða kjarasamninga sín á milli fyrir mánaðarmót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ASÍ og SA hafi staðið við samninginn að öllu leyti. Forsendubresturinn sé því alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Hann segir mörg mikilvæg atriði í samningnum hafa verið á könnu stjórnvalda en að þau hafi ekki náð í gegn fyrir þinglok. Hann nefnir til að mynda lög um húsaleigu. „Leiga er að hækka um fimm, tíu, fimmtán þúsund á mánuði. Húsaleigulögin áttu að verja fólk en þau náðu ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór. Vinnumarkaður sé í uppnámi Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór vanefndir stjórnvalda á lífskjarasamningnum koma vinnumarkaði í fullkomna óvissu og uppnám. Hann segir það ekki gott veganesti fyrir ríkisstjórnina inn í komandi kosningar. Málum haldið í gíslingu inni í ráðuneytum Ragnar Þór segir að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig áhrif heimsfaraldurs Covid-19 eða mótstöðu á þingi sem ástæðu þess að málin hafi dagað uppi. Þvert á móti segir hann reynslu sína af því að leiða húsaleigumálið benda til þess að fjármálaráðuneytið hafi gegngert tafið málið og skilað því of seint til þingsins. Því hafi ekki gefist tími til afgreiðslu þess í þinginu. „Það var sátt í starfshópi um húsaleigumál en það virðist vera lífsins ómögulegt að koma hlutum í gegnum þingið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar," segir Ragnar Þór. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega horn í síðu Sjálfstæðisflokksins og að forsendubresturinn sé jafnt á ábyrgð allra ríkisstjórnarflokkanna. Vilji til að halda samninga Ragnar Þór segir að vilji sé innan Alþýðisambandsins að halda lífskjarasamninginn en að það gæti reynst erfitt enda verði engin stjórnvöld til að semja við. Ákveða þurfi hvort samningnum verði sagt upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september. „Það er alveg ljós að það muni taka lengri tíma að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ASÍ og SA hafi staðið við samninginn að öllu leyti. Forsendubresturinn sé því alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Hann segir mörg mikilvæg atriði í samningnum hafa verið á könnu stjórnvalda en að þau hafi ekki náð í gegn fyrir þinglok. Hann nefnir til að mynda lög um húsaleigu. „Leiga er að hækka um fimm, tíu, fimmtán þúsund á mánuði. Húsaleigulögin áttu að verja fólk en þau náðu ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór. Vinnumarkaður sé í uppnámi Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór vanefndir stjórnvalda á lífskjarasamningnum koma vinnumarkaði í fullkomna óvissu og uppnám. Hann segir það ekki gott veganesti fyrir ríkisstjórnina inn í komandi kosningar. Málum haldið í gíslingu inni í ráðuneytum Ragnar Þór segir að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig áhrif heimsfaraldurs Covid-19 eða mótstöðu á þingi sem ástæðu þess að málin hafi dagað uppi. Þvert á móti segir hann reynslu sína af því að leiða húsaleigumálið benda til þess að fjármálaráðuneytið hafi gegngert tafið málið og skilað því of seint til þingsins. Því hafi ekki gefist tími til afgreiðslu þess í þinginu. „Það var sátt í starfshópi um húsaleigumál en það virðist vera lífsins ómögulegt að koma hlutum í gegnum þingið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar," segir Ragnar Þór. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega horn í síðu Sjálfstæðisflokksins og að forsendubresturinn sé jafnt á ábyrgð allra ríkisstjórnarflokkanna. Vilji til að halda samninga Ragnar Þór segir að vilji sé innan Alþýðisambandsins að halda lífskjarasamninginn en að það gæti reynst erfitt enda verði engin stjórnvöld til að semja við. Ákveða þurfi hvort samningnum verði sagt upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september. „Það er alveg ljós að það muni taka lengri tíma að mynda ríkisstjórn,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira