Það tók gestina aðeins rétt rúmlega tvær mínútur að komast yfir en Domingos Duarte skallaði boltann þá í netið eftir fyrirgjöf Sergio Escudero. Eftir það lögðust leikmenn Granada aftar og aftar á völlinn.
Lengi vel leit út fyrir það myndi duga og sigurinn væri þeirra, það er þangað til á lokamínútu venjulegs leiktíma. Varamaðurinn Pablo Gavira gaf þá fyrir og Ronald Araujo skallaði knöttinn í netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
HIGHLIGHTS | @RonaldAraujo939 and @domingosmduarte on target in stalemate at the Camp Nou.
— LaLiga English (@LaLigaEN) September 20, 2021
#BarçaGranada pic.twitter.com/ShlJk7yLVu
Barcelona hefur nú unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Granada hefur ekki unnið leik, þrjú jafntefli og tvö töp niðurstaðan eftir fimm leiki.