Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 09:54 Frá aðgerð lögreglu við heimili fjölskyldu Laundrie á Flórída í gær. Laundrie sjálfs hefur verið saknað frá því á þriðjudag. AP/Curt Anderson Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. Petito var 22 ára gömul en ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún og Brian Laundrie, 23 ára gamall unnusti hennar, voru saman á ferðalagi í Wyoming í ágúst. Parið hafði verið á ferðalagi frá því í byrjun júlí og skrásett það í fjölda myndbanda á samfélagsmiðlum. Laundrie kom einn heim úr ferðalaginu í byrjun þessa mánaðar og neitaði að veita fjölskyldu Petito og lögreglu nokkrar upplýsingar um afdrif hennar. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögregla leitaði hans í fenjum á sunnanverðu Flórída um helgina. Washington Post segir að lögregla hafi fengið heimild til að leggja hald á tölvu og flakkara í eigu Laundie. Fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili foreldra hans í bænum North Port á Flórída. Sá Laundrie slá Petito í Utah Lík sem fannst í þjóðgarði í Wyoming á sunnudag er talið verið af Petito en réttarmeinarannsókn er ekki lokið. Kryfja átti líkið í dag. Eftir að Petito hvarf birti lögregla í Utah myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af þeim Laundrie í ágúst. Tilkynning hafði borist frá vegafaranda um par að rífast og að maðurinn hefði slegið konuna. Á myndbandi lögregluþjónanna sást Petito í miklu uppnámi en Laundrie lýsti rifrildinu sem „minniháttar stimpingum“. Lögreglumennirnir skipuðu Laundrie að gista á hóteli þá um nóttina á meðan Petito varð eftir í breyttum sendiferðabíl sem þau ferðuðumst um landið á. Brian Laundrie á upptöku lögreglumanns sem hafði afskipti af parinu í Utah í ágúst. TIlkynnt var um að Laundrie hefði slegið Petito. Skipuðu lögreglumenn þeim að eyða nóttina hvort í sínu lagi.AP/lögreglan í Moab Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Petito var 22 ára gömul en ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún og Brian Laundrie, 23 ára gamall unnusti hennar, voru saman á ferðalagi í Wyoming í ágúst. Parið hafði verið á ferðalagi frá því í byrjun júlí og skrásett það í fjölda myndbanda á samfélagsmiðlum. Laundrie kom einn heim úr ferðalaginu í byrjun þessa mánaðar og neitaði að veita fjölskyldu Petito og lögreglu nokkrar upplýsingar um afdrif hennar. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögregla leitaði hans í fenjum á sunnanverðu Flórída um helgina. Washington Post segir að lögregla hafi fengið heimild til að leggja hald á tölvu og flakkara í eigu Laundie. Fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili foreldra hans í bænum North Port á Flórída. Sá Laundrie slá Petito í Utah Lík sem fannst í þjóðgarði í Wyoming á sunnudag er talið verið af Petito en réttarmeinarannsókn er ekki lokið. Kryfja átti líkið í dag. Eftir að Petito hvarf birti lögregla í Utah myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af þeim Laundrie í ágúst. Tilkynning hafði borist frá vegafaranda um par að rífast og að maðurinn hefði slegið konuna. Á myndbandi lögregluþjónanna sást Petito í miklu uppnámi en Laundrie lýsti rifrildinu sem „minniháttar stimpingum“. Lögreglumennirnir skipuðu Laundrie að gista á hóteli þá um nóttina á meðan Petito varð eftir í breyttum sendiferðabíl sem þau ferðuðumst um landið á. Brian Laundrie á upptöku lögreglumanns sem hafði afskipti af parinu í Utah í ágúst. TIlkynnt var um að Laundrie hefði slegið Petito. Skipuðu lögreglumenn þeim að eyða nóttina hvort í sínu lagi.AP/lögreglan í Moab
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira