Geðheilbrigðisbylting – níu aðgerðir Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 21. september 2021 14:01 Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Geðheilbrigði Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun