Breytum sjávarútveginum á laugardaginn Magnús D. Norðdahl skrifar 21. september 2021 14:16 Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun