UNGA76: Sjálfbær auðlindanýting, loftslagsmál og mannréttindi leiðarstefin Heimsljós 22. september 2021 08:43 Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpar 74. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna haustið 2019. UNTV Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem sett var með formlegum hætti í síðustu viku. Að þessu sinni verður þingið blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna heimsfaraldursins. Íslenskir ráðamenn taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum. „Ísland hefur verið öflugur málsvari alþjóðalaga, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og síðast en ekki síst mannréttinda og jafnréttis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau mál verða í forgrunni hjá Íslandi á þessu allsherjarþingi ásamt aðgerðum vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga. Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Venju samkvæmt flytur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ræðu Íslands á allsherjarþinginu og hún er á dagskrá 27. september. Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður í tengslum við allsherjarþingið í dag, 22. september. Í dag tekur utanríkis- og þróunarmálaráðherra einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir. Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur þá þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en Ísland hefur tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis. Hægt er að fylgjast með allsherjarþinginu og helstu viðburðum á netinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem sett var með formlegum hætti í síðustu viku. Að þessu sinni verður þingið blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna heimsfaraldursins. Íslenskir ráðamenn taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum. „Ísland hefur verið öflugur málsvari alþjóðalaga, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og síðast en ekki síst mannréttinda og jafnréttis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau mál verða í forgrunni hjá Íslandi á þessu allsherjarþingi ásamt aðgerðum vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga. Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Venju samkvæmt flytur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ræðu Íslands á allsherjarþinginu og hún er á dagskrá 27. september. Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður í tengslum við allsherjarþingið í dag, 22. september. Í dag tekur utanríkis- og þróunarmálaráðherra einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir. Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur þá þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en Ísland hefur tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis. Hægt er að fylgjast með allsherjarþinginu og helstu viðburðum á netinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent