Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 10:05 Guðni Bergsson neyddist til að segja af sér sem formaður KSÍ í lok síðasta mánaðar eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira