Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Good Good, segir að ráðningin komi til með að styrkja markaðsstarf sprotafyrirtækisins á heimsvísu, einkum í Norður-Ameríku.
„Belinda er með yfirgripsmikla reynslu sem mun nýtast Good Good vel við vörumerkjaþróun, markaðsrannsóknir og við að greina ný markaðstækifæri,“ segir hann í tilkynningu.
Var markaðsstjóri hjá WePlay Networks
Belinda Navi er með MBA gráðu frá INSEAD og B.A bókmenntagráðu frá Brown University. Hún starfaði áður sem markaðsráðgjafi fyrir viðskiptavini á borð við Amobee Inc, Belkin International og SunAsia Energy Inc og sem markaðs- og þróunarstjóri fyrir WePlay Networks.
Good Good er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á matvælum án viðbætts sykurs. Vöruframboðið samanstendur meðal annars af sultum, sætuefnum og keto-börum.
Vöruþróun fyrirtækisins, auk sölu- og markaðsstarfs, fer fram á Íslandi en framleiðsla fer fram í Hollandi og Belgíu. Að sögn forsvarsmanna fást vörur fyrirtækisins nú í rúmlega tíu þúsund verslunum í sextán löndum.