Arsenal vann 3-0 sigur á Wimbledon á Emirates-vellinum í Lundúnum. Alexandre Lacazette kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir aðeins 11 mínútna leik. Var það eina mark leiksins þangað til á 77. mínútu þegar Emile Smith-Rowe tvöfaldaði forystuna.
Eddie Nketiah gulltryggði svo sigurinn með marki þremur mínútum síðar, lokatölur 3-0.
Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekk Millwall sem tapaði 2-0 gegn Leicester City. Þá vann Brighton & Hove Albion 2-0 sigur á Swansea City.
Sextán liða úrslit deildarbikarsins
Preston North End vs Liverpool.
Queens Park Rangers - Sunderland
Burnley - Tottenham Hotspur
Leicester City - Brighton & Hove Albion
West Ham United - Manchester City
Stoke City - Brentford
Arsenal - Leeds United
Chelsea - Southampton