Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 12:21 Lightning-hleðslusnúra frá Apple (t.v.) og USB-C hleðslusnúra (t.h.). Verði tillaga framkvæmdastjórnar ESB að lögum heyrir sú fyrrnefnda sögunni til og öll færanleg raftæki yrðu með USB-C tengi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól. Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól.
Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira