Ísland, ESB og evran Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. september 2021 14:46 Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Utanríkismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun