Skera upp herör gegn öflugum gróðurhúsalofttegundum í kælibúnaði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 15:41 Loftræstitæki utan á íbúðablokk í New York. Vetnisflúorkolefni eru notuð í slíkjum tækjum og hluti þeirra lekur út í andrúmsloftið þar sem þau eiga þátt í hlýnun jarðar. AP/Jenny Kane Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynnti um verulega hertar reglur um framleiðslu svonefndra vetnisflúorkolefna, öflugra gróðurhúsalofttegunda sem eru notaðar í ískápum og loftkælitækjum. Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030. Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira