Vill halda fund með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að berjast gegn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 17:33 Romelu Lukaku vill að samfélagsmiðlafyrirtæki taki harðar á kynþáttafordómum. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að leikmenn geti gert mun meira í baráttunni gegn kynþáttafordómum en bara að taka hné fyrir leiki. Hann vill að samfélagsmiðlafyrirtæki og leikmenn hittist og ræði hvað sé hægt að gera. Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira