Þetta staðfesti Jeffs í samtali við fótbolta.net þegar hann ræddi við miðilinn eftir 3-2 sigur Eyjamanna gegn Gróttu í lokaumferð Lengjudeildar karla.
Jeffs lék með ÍBV á árunum 2003 til 2007, og aftur frá 2011 til 2016. Hann var einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í stjóratíð Jóns Þórs Haukssonar.
„Ekki hugmynd, ég tilkynnti stjórn karlaliðsins að ég yrði ekki áfram í þessu hlutverki. Það er ákvörðun sem ég tók og ég stefni á að breyta aðeins til og sjá hvað gerist. Mig langar að halda áfram að þjálfa," sagði Jeffs í samtali við fótbolta.net.
„Ég er búinn að vera svolítið lengi hjá ÍBV, hef þjálfað kvenna- og karlaliðið sem og flesta flokka. Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ef það kemur eitthvað spennandi tækifæri upp þá skoða ég það."