Varar við hættu sem getur stafað af papparörunum Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2021 08:47 Ekki er til neinn alþjóðlegur staðall fyrir papparörin, segir Herdís Storgaard sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna. Getty „Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“ Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31