Messi var fjarri góðu gamni í dag eftir að hann meiddist á hné á dögunum. Hann er þó byrjaður að æfa aftur og gæti náð leiknum gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í miðri viku.
Kom það þó ekki að sök, en Idrissa Gana Gueye skoraði fyrsta mark leiksins strax á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel Di Maria.
Gestirnir í Montpellier reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og PSG tvöfaldaði forystu sína á 89. mínútu með marki frá Julian Deaxler.
PSG hefur nú unnið alla átta leiki sína í upphafi tímabils. Liðið er lang efst í frönsku deildinni með 24 stig, tíu stigum meira en Marseille í öðru sæti, sem á þó tvo leiki til góða. Montpellier situr í 11. sæti með níu stig.