Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 23:28 Frá kjörstað við Vallaskóla á Selfossi í gær. stöð 2 Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?