Jón Daði ætlar úr frystikistunni: „Þetta gengur náttúrulega ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 11:00 Eini leikur Jóns Daða Böðvarssonar fyrir Millwall á leiktíðinni var þegar hann lék í 18 mínútur í deildabikarleik gegn Cambridge United 24. ágúst. Getty/Jacques Feeney „Það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur verið í sannkallaðri „frystikistu“ hjá enska félaginu Millwall á þessari leiktíð. Á meðan að liðsfélagar hans leika um hverja helgi í næstefstu deild Englands hefur Jón Daði þurft að sætta sig við að fá ekki svo mikið sem sæti á varamannabekknum. Erfiður tími hjá Millwall, frá því að Selfyssingurinn kom frá Reading sumarið 2019, er því orðinn að hálfgerðri martröð sem hefur svo meðal annars leitt af sér að Jón Daði var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Gert ljóst í sumar að hann ætti að leita annað „Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma,“ segir Jón Daði sem stefnir að því fullum fetum að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í janúar. „Þetta gekk ekki upp í síðasta glugga. Þetta er allt í einu orðið aðeins öðruvísi núna þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður getur ekki stokkið á hvað sem er. Það eina í stöðunni núna er að halda sér í góðu formi – æfa vel fram í janúar og vonandi poppar eitthvað spennandi upp þá,“ segir Jón Daði sem á tveggja ára dóttur með unnustu sinni Maríu Ósk Skúladóttur. Mesti áhuginn frá Norðurlöndum En var hann nálægt því að fara frá Millwall í ágúst? „Í raun og veru ekki. Það var einhver áhugi héðan og þaðan en ekkert nægilega spennandi. Mesti áhuginn var frá Skandinavíu en ég vildi prófa eitthvað aðeins öðruvísi áður en ég tæki það skref,“ segir Jón Daði sem fann einnig fyrir áhuga frá keppinautum Millwall í ensku B-deildinni, sem og úr ensku C-deildinni: „Það var þá aðallega einhver möguleiki á að fara að láni. En ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman.“ Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi) Samtals hefur Jón Daði, sem er 29 ára gamall, byrjað 26 af 101 deildarleik frá því að hann kom til Millwall. Síðustu tvö tímabil hefur hann þó einnig oft komið inn á sem varamaður en það sem af er leiktíð hefur hann ekki einu sinni fengið sæti í leikmannahópi liðsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í landsliðshópi Íslands sem í byrjun þessa mánaðar mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Hann hefur farið með Íslandi á tvö stórmót og alls spilað 60 A-landsleiki.vísir/vilhelm „Ég æfi hins vegar alltaf á fullu með aðalliðinu og er alveg „fit“ og allt það, en það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði. Þjálfarinn fílar aðra betur Hjá Millwall er þó áfram sami þjálfari og tók við í október 2019, skömmu eftir að Jón Daði kom til félagsins. Undir hans stjórn og án Jóns Daða er Millwall nú í 19. sæti með níu stig eftir níu umferðir. „Við erum með það marga framherja að það varð að fórna einhverjum. Ég held að þeir vilji selja til að fá 2-3 leikmenn í staðinn. Ef maður á að segja eins og er þá hefur þessi tími minn í Millwall alls ekki verið nógu góður. Það hefur ekki gengið nægilega vel og ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég myndi vilja – nokkra leiki í röð, sem er mikilvægt fyrir leikmenn til að fá sjálfstraust. Maður var bara inn og út en fann aldrei fyrir stöðugleika,“ segir Jón Daði en kennir stjóranum Gary Rowett ekki um sína stöðu: „Þjálfarinn er alls ekki slæmur maður. Hann fílar aðra betur, það er ekkert persónulegt og hefur ekkert endilega með hæfileika að gera. Hann bara fílar aðra tegund af leikmanni og þá endar maður í þessari frystikistu, sem er ekki gaman.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Á meðan að liðsfélagar hans leika um hverja helgi í næstefstu deild Englands hefur Jón Daði þurft að sætta sig við að fá ekki svo mikið sem sæti á varamannabekknum. Erfiður tími hjá Millwall, frá því að Selfyssingurinn kom frá Reading sumarið 2019, er því orðinn að hálfgerðri martröð sem hefur svo meðal annars leitt af sér að Jón Daði var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Gert ljóst í sumar að hann ætti að leita annað „Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma,“ segir Jón Daði sem stefnir að því fullum fetum að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í janúar. „Þetta gekk ekki upp í síðasta glugga. Þetta er allt í einu orðið aðeins öðruvísi núna þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður getur ekki stokkið á hvað sem er. Það eina í stöðunni núna er að halda sér í góðu formi – æfa vel fram í janúar og vonandi poppar eitthvað spennandi upp þá,“ segir Jón Daði sem á tveggja ára dóttur með unnustu sinni Maríu Ósk Skúladóttur. Mesti áhuginn frá Norðurlöndum En var hann nálægt því að fara frá Millwall í ágúst? „Í raun og veru ekki. Það var einhver áhugi héðan og þaðan en ekkert nægilega spennandi. Mesti áhuginn var frá Skandinavíu en ég vildi prófa eitthvað aðeins öðruvísi áður en ég tæki það skref,“ segir Jón Daði sem fann einnig fyrir áhuga frá keppinautum Millwall í ensku B-deildinni, sem og úr ensku C-deildinni: „Það var þá aðallega einhver möguleiki á að fara að láni. En ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman.“ Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi) Samtals hefur Jón Daði, sem er 29 ára gamall, byrjað 26 af 101 deildarleik frá því að hann kom til Millwall. Síðustu tvö tímabil hefur hann þó einnig oft komið inn á sem varamaður en það sem af er leiktíð hefur hann ekki einu sinni fengið sæti í leikmannahópi liðsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í landsliðshópi Íslands sem í byrjun þessa mánaðar mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Hann hefur farið með Íslandi á tvö stórmót og alls spilað 60 A-landsleiki.vísir/vilhelm „Ég æfi hins vegar alltaf á fullu með aðalliðinu og er alveg „fit“ og allt það, en það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði. Þjálfarinn fílar aðra betur Hjá Millwall er þó áfram sami þjálfari og tók við í október 2019, skömmu eftir að Jón Daði kom til félagsins. Undir hans stjórn og án Jóns Daða er Millwall nú í 19. sæti með níu stig eftir níu umferðir. „Við erum með það marga framherja að það varð að fórna einhverjum. Ég held að þeir vilji selja til að fá 2-3 leikmenn í staðinn. Ef maður á að segja eins og er þá hefur þessi tími minn í Millwall alls ekki verið nógu góður. Það hefur ekki gengið nægilega vel og ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég myndi vilja – nokkra leiki í röð, sem er mikilvægt fyrir leikmenn til að fá sjálfstraust. Maður var bara inn og út en fann aldrei fyrir stöðugleika,“ segir Jón Daði en kennir stjóranum Gary Rowett ekki um sína stöðu: „Þjálfarinn er alls ekki slæmur maður. Hann fílar aðra betur, það er ekkert persónulegt og hefur ekkert endilega með hæfileika að gera. Hann bara fílar aðra tegund af leikmanni og þá endar maður í þessari frystikistu, sem er ekki gaman.“
Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira