Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 14:35 Hæstiréttur Íslands hafnaði málskotsbeiðni ákæruvaldsins í málinu. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41
Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43
Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41