Ólíklegt að allt verði eins og það var Samúel Karl Ólason og Snorri Másson skrifa 27. september 2021 15:57 Bjarni Benediktsson, ræddi við blaðamenn eftir fundinn í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira