Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 17:00 Barátta Ellen Fokkema fyrir að fá að spila með strákunum hefur vakið talsverða athygli. Getty/Henk Jan Dijks Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira