Eldflaugareldsneyti lýsti upp himininn í gærkvöldi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 10:13 Sólin lýsti upp eldsneytið frá Atlas V-eldflauginni þannig að það skein skært á kvöldhimninum yfir Íslandi og Evrópu. Atli Þór Jónsson Margir virðast hafa orðið varir við ljósagang yfir landinu í gærkvöldi. Þar var á ferðinni eldsneyti frá eldflaug sem skotið var á loft með gervitungl í gærdag, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóra Stjörnufræðivefsins. Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds. Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds.
Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira