Menntun byggð á slæmum grunni Hrafnkell Karlsson skrifar 28. september 2021 10:00 Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar