Þá hefur fjallvegum víða verið lokað. Við heyrum einnig í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en hún og Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson hittust í morgun til að ræða grundvöll að áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarflokkanna.
Einnig fylgjumst við áfram með vendingum í Norðvesturkjördæmi þar sem enn er óljóst með niðurstöðu kosningana og tveir frambjóðendu hafa kært framkvæmdina.
Þá verður rætt við Drífu Snædal forseta ASÍ en nú er komið í ljós að eining ríkir um að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann, jafnvel þótt stjórnvöld hafi ekki efnt öll sín fyrirheit.