Spáð var vonskuveðri víða um land í dag og eru appelsínugular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi og Reykjanesi samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Viðvaranirnar eru í gildi til miðnættis.
Á Norðurlandi eystra er viðvörunin gul og þar hafa björgunarsveitir verið kallaðar út á Vopnafirði vegna þakklæðningar sem var að fjúka.
Á Akureyri var veðrið ekki með mikil læti þótt að snjókoman hafi verið töluverð miðað við árstíma. Þannig var ákveðið að láta strætisvagnana á Akureyri hætta að ganga í morgun, þangað til helstu leiðir voru ruddar, en þeir eru komnir aftur af stað.
Akureyri er því kominn í vetrarbúning en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gekk morguninn stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir snjókomuna.
Að neðan má sjá myndskeið frá aðstæðum á Akureyri í morgun sem Sólrún Sigmarsdóttir vann. Viðeigandi lag er undir.