Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 17:11 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Samsett Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent