Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 20:30 Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Vísir Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla. Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla.
Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira