Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 20:30 Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Vísir Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla. Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla.
Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira