Virðingarleysi við Leo Messi að láta hann liggja þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 10:30 Neymar athugar hvernig Lionel Messi hefur það rétt fyrir eina aukaspyrnu Manchester City í Meistaradeildarleik PSG og City á Parc des Princes í gærkvöldi. EPA-EFE/YOAN VALAT Ein nýjasta tískan í fótboltanum er að láta menn liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum mótherjanna. Það áttu þó fáir að sjá einn besta fótboltamann sögunnar í því hlutverki. Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira