„Eins og skurðlæknir að störfum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:01 Aaron Rodgers fagnar í sigri Green Bay Packers á San Francisco 49ers á Levi's leikvanginum. Getty/Ezra Shaw Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers. Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira