Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 07:30 Memphis Depay og félagar í Barcelona fá eintómar slæmar fréttir þessa dagana. EPA-EFE/Quique Garcia Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira